Alheimsvandi án fordæmis

Kraftaverk eru ekki það sem ég bíð eftir. Heilindi og gegnsæi er krafan. Þakka mínum sæla fyrir að hafa aðgang að BBC World Service. Þar var verið að sýna World Debate þáttinn frá Davos. Er að vona að fólkið sem er að taka við stjórn landsins hafi tækifæri til að fylgjast með þar því að þótt að vandamálin hér séu sér-Íslensk að hluta til þá er allur heimurinn að byrja að skilja að við erum að fást við alheimsvandamál. Nú ætla Gordon Brown að bjóða heim í apríl - þar á að láta á það reyna að útbúa verklag og reglur í fjármálum á alheimsvísu. Eins og hann sagði í dag þá hefur heimurinn engin fordæmi þess hvernig á að mæta þessum vanda. Það þarf að búa til alveg nýjar reglur - við þurfum að fylgjast með þessu. Mér finnst gott að vita til þess að flokkarnir sem eru að mynda nýja stjórn eru með ráðgjafa á þessu sviði sem hljóta að vera með fingurinn á púslinum á þessu. Eins og forseti Guyana sagði í þættinum - þá eru stjórnmálamenn sífellt með hugann við næstu kosningar þannig að það verður að vera kraftmikið regluverk til að ramma peningastjórnunina inn - óháð stjórnmálum á hverjum tíma.  
mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband