Leiðtogar óskast...

Ég fór af fundi eftir fyrsta ræðumann - sem var góður. Gylfi Magnússon var með yfirvegaðann málflutning og minnti okkur á að heimurinn mun ekki farast en þetta verður skrambi erfitt ár. Sást ekki né heyrðist til Nýju raddarinnar - skilst að lögreglan hafi fjarlægt þau.

Var hins vegar stöðvuð af fréttamanni frá RÚV sem vildi heyra hvernig ástandið væri hjá mér - elskulegt af honum. Sagði eins og er að ég er í góðum málum - so far. Veit ekki fremur en aðrir landar mínir hvernig þetta endar allt saman. En ég lýsti eftir andlegum leiðtoga/um. Ég er upptekin af því að okkur vantar fólk til að þjappa okkur um - kannski er það of snemmt í ferlinu. Rifjast upp fyrir mér aðrar hamfarir - en þá af náttúrunnar völdum - snjóflóðin fyrir vestan. Mér fannst þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, takast að leiða þjóðina í gegnum þá sorglegu tíma á viðeigandi hátt. En auðvitað er nú annað uppi - öskureið þjóð sem ráðamenn hafa svikið. Og ekki skánar það við að heyra frá Herði Torfasyni að landsfaðirinn - Geiri Haarde - er mest upptekinn af því að undirbúa landsfundinn því þar mun hann sennilega verða að berjast fyrir framtíð sinni í stjórnmálum. Og forsetinn reynir að kaupa sig inn undir hjá þjóðinni með því að lækka launin sín. Það er afleitt ef þjóðin verður eins og höfðulaus her - og stórhættulegt fyrir okkur öll.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað er það hluti af okkar stóra vandamáli að ríkisstjórnin er upptekin við að búa sig undir næstu kosningar til Alþingis. Sú staðreynd að ríkisstjórnin situr enn eftir að hafa stýrt þjóðarskútunni í strand og engum manni í stjórnsýslunni hefur verið sagt upp vekur heimsathygli.

Reynsla þjóðarinnar af valdníðslu Sjálfstæðisflokksins er orðin nægilega löng til þess að hún er hætt að vænta þess að sá flokkur viðurkenni mistök hvað þá að nokkur þar segi af sér vegna stjórnsýsluglapa.

Valdníðsla Samfylkingarinnar kemur mér á óvart og veldur mér sárum vonbrigðum. Þessi flokkur boðaði nýja tíma í stórnsýslu, samræðustjórnmál og virðingu fyrir fólki. Nú krefst þessi flokkur þess að fá næði til að byggja upp kosningabaráttu í ljósi breyttrar stefnu í utanríkismálum.

Það er fáheyrt að valdstjórn í lýðræðisríki sýni af sér ofbeldi með því að hafna þjóðinni um þann sjálfstæða rétt að víkja við aðstæður sem þessar.

Það er erfitt að skilja samræðustjórnmál sem lýsa sér á þann hátt að hefja uppbyggingu hrunins samfélags í andstöðu við stóran hluta kjósenda.

Sú uppbygging verður erfið hjá stjórnvöldum sem eiga bakland í hatri og heift umjóðendanna.

Árni Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 18:15

2 identicon

Leiðtogar kalla fram kraftinn í fólkinu - kannski það sem þú kallar andlega leiðtoga, Dóra. Stjórnendur hafa allt annað hlutverk eins og ég sé það. Á Íslandi eru stjórnendur og engin stefna...hver höndin upp á móti annarri. Engin visjon. Leiðtogaefnin fóru líklega til fjandans - gengust á hönd einstaklingshyggjunni. Gaurarnir sem settu landið í þrot hafa án efa haft hæfileikann til að treysta og fylgja visjón.

Lóa (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband