Leitað að andlegum leiðtogum

Þess er sárlega saknað að við eigum ekki raunverulega leiðtoga á svona tímum. Heimurinn getur varla beðið eftir því að Barak Obama taki við í Bandaríkjunum - ekki síst vegna þess að í ræðum hans heyrist í  raunverulegum andlegum leiðtoga. Þá á ég ekki við trúarbragðaleiðtoga - heldur manns sem getur borið með sér sýn á því hvert mannkynið getur stefnt. Það er og hefur verið mikil fátækt hér á landi - framtíðarsýnin hefur verið sú að við verðum efnislega ríkari en andlega fátækari. Ég er löngu orðin þreytt á því að dregið sé fram forn frægð íslendinga - eigum við enga nýja sýn?

Forseti og forsætisráðherra eru mengaðir af núverandi áföllum og verða aldrei trúverðugir aftur.

Ég er að fylgjast með röddum sem geta veitt mér trú á framtíðina og Páll Skúlason heimspekingur er efst í huga eins og er.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband