Guðjón nýji góður

Viðurkenni hér með að mér fannst Skaupið ekkert sérstakt í ár - varla stökk bros. Það var vandað og vel gert. Ég hlæ hins vegar að Spaugstofunni þessar vikurnar - þeir eru mun beittari. Húmor er háþróðasta varnarkerfið sem við eigum- og það veitir einhverja fróun að hlægja dátt að beittri ádeilu sem ég fann ekkert sérstaklega fyrir í Skaupinu. Nýji Guðjón kom með ágætis lausn - getur íslenska þjóðin ekki bara byrjað upp á nýtt með nýja kennitölu. Það hafa löngum verið skilaboðin frá þeim sem leiða þjóðina - man að Halldór Ásgrímsson sagði þegar hann var inntur eftir því hvort þátttaka okkar í stríðinu í írak hafi ekki verið mistök að það hefði ekkert uppá sig að vera að líta til baka - heldur líta fram á veginn. Nú getur þjóðin sennilega gert það í þessu allsherjargjaldþroti - hætt að líta til baka og finna sökudólga - en búa til nýja kennitölu á þjóðina og mæta til leiks á ný með hreint borð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband