Allir þessir munaðarleysingjar
9.1.2009 | 01:07
Það er svo "rörende" (eins og mamma hefði sagt) að fylgjast með því hvernig fólk um víða veröld bíður með eftirvæntingu eftir að Barak Obama taki við í Hvíta húsinu eftir hálfan mánuð. Það er eins og heimurinn sé fullur af munaðarleysingjum sem eru að bíða eftir góða foreldrinu sem muni laga allt sem vondi kallinn hefur sett úrskeiðis - ekki bara í Bandaríkjunum. Sá sem er að pakka saman þessa dagana, Bush, hefur hrært upp í öllum koppum og kyrnum, sett allt á annan endann, og fólk er orðið örþreytt á að vera hrætt og öryggislaust. Auðvitað eru þessar væntingar barnaskapur og vonbrigðin munu koma fljótt í ljós - hversu hættulegar afleiðingar það hefur að Obama mun valda mörgum vonbrigðum veit nú enginn. En þvílíkt álag á einum manni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.