Ekki sama píparann
6.1.2009 | 10:30
Ég varð nú bara ergileg við að hlusta á Bjarna Ármannsson í Kastljósinu í gær. Þessar 350 millur sem hann ætlar að skila er bara dropi í hafið af því sem hann hefur sópað til sín. Ódýr syndaaflausn. En það sem ergir mig enn meira eru þær raddir sem halda því fram að "markaðurinn" reguleri sig sjálfur. Láta hann bara í friði og hann mun rétta sig af. Svona er hægt að segja um náttúruöflin - það er flóð og fjara - kuldi og hiti og svo framvegis sem stundum ná því að vera í jafnvægi um tíma. En markaðurinn er búinn til af mönnum og þar af leiðandi verður mannshöndin að stýra honum. Kúnstin er sú að finna meðalhófið í stýringunni. Það brást algerlega hér. Og satt að segja ber ég ekkert traust til þeirra sem ætla nú að laga hlutina. Ég mundi alla vega ekki kalla aftur í sama píparann ef hann var einu sinni búinn að klúðra allri vatnslögninni í húsinu mínu. Hins vegar mundi ég fara fram á skaðabætur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.