Eignir eignast mann - en tíminn er nýi lúxusinn

Var að lesa pistil á Deiglunni eftir Samúel T. Pétursson þar sem hann varar við að öfundin í samfélaginu og hefndarhugurinn fái að taka völdin vegna afglapa gerendanna í bankahruninu.

Þetta ergir mig. Nú má ekki hafa skoðanir á þessum hörmungum án þess að vera settur í hóp öfundarmanna í hefndarhug. Mér er andsk... sama þótt ég hafi ekki haft Elton John að syngja og spila í afmælinu mínu. Og mér er nokk sama þótt ég hafi ekki keypt mér jeppa til að troðast um þröngar göturnar í hverfinu mínu. Og ég veit fátt leiðinlegra en að verða að ferðast í flugvélum vegna vinnu minnar, og einkaþota mundi ekki breyta því að ráði.

Það kenndi mér hún frænka mín þegar ég var að dásama sumarbústaðinn hennar að eignir eignast mann, en ekki öfugt. Það kostar áhyggjur og stöðuga vinnu að eiga hluti - og satt að segja á ég meira en nóg. En það sem er að verða af skornum skammti í vestrænum heimi í dag er tími. Að hafa tíma fyrir sig og sína er nýji lúxusinn.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna hittirðu naglan á höfuðið.

Timinn er/var nýji lúxussinn en nú er staðan sú að uppsagnir dynja yfir landsmenn og ættu allir að hafa nóg af lúxus næstu misseri.

NN (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband