Sjálfstæðismannatónninn
24.11.2008 | 22:35
Fylgdist með þessum gríðarlega fundi í Háskólabíó sem var að ljúka. Síðan var smáviðtal við forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Það er ákveðinn sjálfstæðismannatónn sem ég hef oft tekið eftir - hjá sjálfstæðismönnum auðvitað. Sérstakur hroka- og fyrirlitningartónn sem þessi hópur hefur tileinkað sér og sem skilur eftir vont bragð - ég tek eftir að ég gretti mig alltaf þegar ég verð fyrir honum. Nú veit ég ekki hvort þessu fólki finnast viðmælendur almennt svona fyrirlitlegir eða hvort þetta er bara kækur sem þeir smita hver annan af. Alla vega virkar þetta sérlega fælandi á mig - svona ef einhver sjálfstæðismaður hefur áhuga á að vita það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.