SKOL!
22.11.2008 | 17:33
Í gær heyrði ég í fyrsta sinn hvað orðið SKOL! er stytting á. Karen, danskur læknir frá European Women´s Lobby sem er í heimsókn hjá okkur, sagði að S stæði fyrir sundhed - K fyrir kærighed - O fyrir onde og L fyrir langt liv.
Hvernig væri þetta á íslensku? S - (hvað er gott orði um heilbrigði sem byrjar á s) K - kærleikur, A - andi og L - langlífi.
Athugasemdir
Takk fyrir síðast Dóra mín. Var að heyra þetta í fyrsta skipti líka, o er reyndar å og skål annars væri o = illska en ekki andi.......
Vorum eflaust allar á Vellinum kl. 3. Fannst þér ekki Jóna Sigurðar dásamleg eftir að vinkona okkar klæddi hana upp'
Bestu kv.
Álfhóll, 22.11.2008 kl. 18:14
Alveg rétt - onde er illska. Danskan orðin ansi ryðguð eftir áratuga vanrækslu. Jóna tekur sig vel út.
Halldóra Halldórsdóttir, 22.11.2008 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.