Með brauki og bramli

Þar sem ég sat og beið á dýralæknastofunni blasti þetta við mér:

Age is mind over matter. If you don´t mind - it doesn´t matter.  Mark Twain. 

En það verður að segjast að það verður erfiðara með degi hverjum að fylgjast með umræðunni í landinu. Sennilega er ég haldin "attention span deficiency syndrome" - er sem sagt alveg að missa úthaldið. Ástandið er vont og það mun versna, það er að verða klárt. Leitin að sökudólgum eflist - og mun ekki linna á næstunni. Leitin að týndu fjármunum útrásarinnar heldur áfram. Glittir í skuggalega rússneska vini að baki gulldrengjunum. Leitin að nýjum vinum í veröldinni er að hefjast. Nú er að verða til nýjir óvinir - inni í bönkunum standa lífverðir sem vernda bankastarfsmenn fyrir sauðsvörtum almúganum sem heimtar upplýsingar um peningana sína.

Upp úr þessari kaos mun rísa nútímalegt Ísland þar sem heilindi, jafnrétti og gagnsæi í samskiptum mun ríkja. Þar sem faglega er unnið í mikilvægum stofnunum. Gamla Ísland, með ættar, vinar og flokkstengsl í for- og bakgrunni er að liðast í sundur með brauki og bramli - lofum því að deyja drottni sínum.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband