Dýralíf í miðbænum

Í síðustu viku kom í ljós að Flosi minn, hinn rauði, er með ónýt nýru. Hann hefur smám saman verið að missa matarlystina og lífsgleðina og húkir helst og mókir. Eftir heimsókn til dýralæknis, lyfjagjöf og vökvun og nýtt, saltlaust,

DSCF0032

 rándýrt fæði, er hann heldur hressari - en hann á ekki langt eftir segir læknirinn. Flosi er á fimmtánda ári og það telst góður aldur fyrir miðbæjarkött. 

Í dag er hann skárri en oft áður og sýnir það með því að hafa aðeins meiri áhuga á Tuma en venjulega. Tumi spígsporar á stofuborðinu og tekur lítil dansspor í kringum spegilinn sem stendur þar. Spegillinn er með tvær hliðar - önnur er stækkunarspegill. Tumi dansar frá einni hlið til annarar og þreytist seint á að dáðst að fuglinum fagra sem hann sér þar - ýmist litlum eða risastórum. Svo kyssir hann spegilmyndina af og til og gefur frá sér lítil hljóð. Hann er ofsalega hrifinn af fallegum eyrnalokkum - hann stal einum áðan og flaug með hann af stað - ég á eftir - hann sleppti honum á fluginu og lokkurinn hvarf niður stigann.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband