Lítið álit

Mér varð hugsað til smjörklípu aðferðarinnar hans Davíðs. Sjaldan hefur hann afhjúpað sig eins skýrt og þann daginn. Ef ég man söguna hans rétt þá smurði amma hans smjörklípu á feld hundsins til að skepnan hætti hegðun sem henni líkaði ekki og yrði upptekinn af því að sleikja af sér smérið. Það gagnast einkar vel þegar verið er að dreifa athygli smábarna og fá þau til að gleyma því sem þau eru að gera, dreifa athygli þeirra og fá þau til að hugsa um eitthvað annað.

En hversu hrokafullt er það þegar einn af valdamestu mönnum í landinu segist nota þessa aðferð til að dreifa athygli pöpulsins? Og hlakkar yfir því hversu vel honum tekst upp. Hvernig líður okkur landsmönnum með það að landsfaðirinn (eins og hann var, nú er hann eins konar landsafi) hefur svona lítið álit á okkur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband