Vöxtur og viðgangur
13.9.2008 | 21:02
Hef verið afhuga blogginu í nokkurn tíma - margt annað sem tekur athyglina. En af Tuma er það að segja að hann hefur eignast nýja leikgrind því hann var vaxinn upp úr þeirri gömlu. Stélið á honum tók upp á því að lengjast dag frá degi og á tveim vikum varð það þrjátíu sentrimetra langt! Þetta stél veldur honum margskonar erfiðleikum, það þvælist fyrir í búrinu og þegar hann er að vappa um á borðinu, hins vegar gefur það honum miklu meir stæl. Síðan hefur hann þróað með sér ofsalegt hatur á myndavélinni, sennilega flassið. Hann tekur strax eftir því ef ég fer að munda vélina eins og sést á myndunum. Hann er örskotsstund að taka á rás og flýgur á vélina. Þetta gerir mér nær ómögulegt að ná myndum af honum orðið.
Tumi verður áræðnari með hverjum degi. Ég tek þó eftir að hann verður óöruggur þegar fer að skyggja - þá er hann fegin að vera settur inn í búrið. Sennilega sér hann ekki vel þegar skyggja tekur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.