Orđiđ alveg sama

Er ađ hlusta á kanadískan pistilhöfund í breska útvarpinu og varđ ţá hugsađ til fréttanna frá Kanada í gćr. Ţar er virkur pólitískur ţrýstihópur sem vill fá ađ reykja sitt marjúana og kaupa ţađ og selja ađ vild. Fréttir frá Bretlandi sýna mjög háa prósentutölu fólks sem notar kókaín um helgar og hassneyslan ţar er hversdagsleg. Og ţađ er nú orđiđ nokkuđ ljóst ađ stríđiđ sem bandaríkjamenn hafa háđ viđ kókaíniđ í og frá suđur Ameríku er endalaust, ţađ sama virđist vera ađ frétta frá öđrum löndum, hér líka.

Ţađ kom mér nokkuđ á óvart ţegar ég fór ađ skođa hug minn í ţessum málum ađ mér er alveg sama. Mér er orđiđ alveg sama hvort fullorđiđ fólk tekur inn eđa reykir eđa sprautar sig međ einhverjum efnum sem gera líf ţeirra bćrilegra. En viđ nánari skođun fann ég ađ ţetta hefur breyst hjá mér, ţegar ég var ađ ala upp barn og ungling var mér EKKI sama, alls ekki. Hún komst til fullorđinsáranna án ţess ađ missa fótana í ţessum málum. Í stađ ţess ađ skammast mín fyrir ađ vera međ svona óábyrgar hugsanir lćt ég eftir mér ađ skilja ţessi mál eftir í höndum viđeigandi ađila og er bara léttari í lund fyrir vikiđ. Nóg er nú samt eftir til ađ hafa skođanir á.     


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband