Orðið alveg sama

Er að hlusta á kanadískan pistilhöfund í breska útvarpinu og varð þá hugsað til fréttanna frá Kanada í gær. Þar er virkur pólitískur þrýstihópur sem vill fá að reykja sitt marjúana og kaupa það og selja að vild. Fréttir frá Bretlandi sýna mjög háa prósentutölu fólks sem notar kókaín um helgar og hassneyslan þar er hversdagsleg. Og það er nú orðið nokkuð ljóst að stríðið sem bandaríkjamenn hafa háð við kókaínið í og frá suður Ameríku er endalaust, það sama virðist vera að frétta frá öðrum löndum, hér líka.

Það kom mér nokkuð á óvart þegar ég fór að skoða hug minn í þessum málum að mér er alveg sama. Mér er orðið alveg sama hvort fullorðið fólk tekur inn eða reykir eða sprautar sig með einhverjum efnum sem gera líf þeirra bærilegra. En við nánari skoðun fann ég að þetta hefur breyst hjá mér, þegar ég var að ala upp barn og ungling var mér EKKI sama, alls ekki. Hún komst til fullorðinsáranna án þess að missa fótana í þessum málum. Í stað þess að skammast mín fyrir að vera með svona óábyrgar hugsanir læt ég eftir mér að skilja þessi mál eftir í höndum viðeigandi aðila og er bara léttari í lund fyrir vikið. Nóg er nú samt eftir til að hafa skoðanir á.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband