Rólegheitahelgi

Á þessari rólegheita helgi þegar mér líður dáldið eins og Palla er kjörið að setja inn gjörsamlega tilefnislaust efni á bloggið. Við Tumi sitjum hér í bróðurlegri þögn - hann er að maula kex á milli þess að hann finnur dót til að tæta, nú er hann að störfum við sjónvarpsdagskrána - og ég að taka myndir. Hér er sem sagt krúttlegasta brauðrist sem ég hef séð - fann hana í París um daginn. Líka tvær smámyndir sem ég keypti af listakonunni við bakka Signu. 

Það munaði mjóu í gær. Tumi var laus og ég var með gest, kötturinn svaf í sófanum. Tumi á að vera vængstýfður en hann getur flogið samt - af eintómum viljastyrk og þvermóðsku held ég. Hann tók sem sagt flugið og ég hef aldrei séð minn aldraða kött bregðast eins fljótt við. Um leið og Tumi tókst á loft stökk Flosi upp glaðvaknaður og ég á eftir. Náði að góma köttinn rétt áður en hann komst að Tuma, reif hann upp og setti hann út á svalir. Allt í einu vetfangi. Gómaði síðan fuglinn og kom honum í búrið áður en Flosa var hleypt inn, hann varð fyrir sárum vonbrigðum að missa af bráðinni. Þetta kennir mér að sofna ekki á verðinum.  

 

DSCF0041DSCF0042

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þessi brauðrist er ekki Dóruleg þá veit ég ekki hvað það er. En hún er flott.

Myndirnar eru æði - hvenær má ég sækja þær?

bestu kveðjur frá þinni sólbrenndu vinkonu

día (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Finnst þér ekki!

Úff - þessi sól, ég er næstum því á flótta undan henni - á við það vandamála að stríða að "þurfa" að svamla um í lóninu tvisvar í viku - í kút - í sólinni.

Halldóra Halldórsdóttir, 9.7.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband