17 júní í miðbænum
17.6.2008 | 21:00
Nú er það orðið klárt - ég er orðin gömul. Ég er að brjálast hérna! Popptónleikar fyrir utan húsið mitt - örvæntingafullir (hljómar þannig) unglingar orga úr sér lungun við undirleik hávaðasömustu verkfæra sem hafa verið fundin upp. Hitinn í góða veðrinu er svo mikill að ég verð að hafa opið út- kötturinn horfir ásakandi á mig, hann fær ekki svefnfrið. Tumi lætur sér ekki bregða - ræðst í hvert verkefnið á fætur öðru. Ég man nú samt eftir popptónleikum míns tíma - og skil svo sem vel hvað þetta er gaman allt saman en ósköp verðum við kisi fegin þegar þessi dagur er búinn og kemur ekki aftur fyrr en að ári.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.