Fár

Ég sé fréttir um ofsanotkun á heitu vatni - hvaða óhemjugangur eru þetta. Eins og kuldinn hafi aldrei farið nokkrar gráður undir frostmark á þessu landi. Datt í hug að nú eru hús ekki lengur hólfuð niður í herbergi með hurðum sem hægt er að loka og halda hitanum eins og áður var - nú er allt opið og hurðalaust og kuldinn berst um allt.

Mér er hugsað til fólksins í Kína sem þúsundum saman hírist á járnbrautastöðum og kemst ekki heim vegna mestu kulda í 50 ár. Hvað varð um global warming? Maður er rétt farin að horfa fram á framtíð þar sem Ísland kemst í miðju heimsins þegar opnast siglingaleið fyrir norðan okkur og landinn farinn að líta til þess að stækka hafnirnar til að geta þjónað öllum skipunum sem munu koma hér við - kannski er það aðeins of snemmt.

Önnur frétt sem ég heyrði var að það er iðulega hlýnun á undan ísöldum - kannski erum við á þannig skeiði - nokkra áratuga hlýnun áður en kuldinn skellur á fyrir alvöru. Satt að segja vitum við sáralítið hvað er að gerast. Eitt er þó jákvætt við þessa umræðu - það er raunverulega verið að gera nýja hluti í orkumálum og mengun um allan heim. Íbúar á lítilli eyju við Skotlandsstrendur sem hafa verið háðir díselvélum til rafmagnsframleiðslu eru búnir að koma sér upp vindmyllum sem sér þeim fyrir allri orku. Miklu ódýrara - mengunarlaust, og nú kaupa eyjarskeggjar sér þvottavélar og hárþurrkur í miklu magni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband