Gáta er óleyst
11.1.2008 | 18:20
Nú þegar Sir Hillary er allur og Nýja Sjáland og Nepal minnast hans og afreka hans er önnur blaðsíða í sögunni mér hugstæðari. Ég er að endurlesa Conundrum eftir Jan Morris. Árið 1953 hét Jan James Morris, og var fréttaritari á London Times. Hann var með í leiðangrinum upp í hlíðar Everest og var fyrstur með fréttirnar að Hillary og Tenzin hafi komist á tindinn. Conundrum er saga James sem fæddist í líkama karls en var þess fullviss frá unga aldri að hann ætti heima í líkama konu. Jan er góður rithöfundur og tekst að koma mér í skilning um hversu flókin og erfið þessi tilfinningalega flækja hefur verið. Eftir að berjast við sjálfa sig fram á fertugsaldurinn, í hjónabandi og 5 barna faðir, endaði með því að hann fór til Norður Afríku og fór undir hnífinn og lét breyta sér í konu og hefur aldrei séð eftir því. Mæli með þessum lestri við þá sem velta fyrir sér muninum á körlum og konum. Jan þekkir hvoru tveggja á eigin skinni, bókstaflega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.