Barnaskapur
14.12.2007 | 20:03
Það sem fauk í mig um daginn er rokið úr mér enda er ég komin með endurnýjað bílastæðakort í bílrúðuna. Þar var mér sagt að nú gæti ég bara tekið upp tólið og hringt til að endurnýja... geri það að ári.
Annað sem gerir mig létta í lund í dag er að heimsókn til tannlæknisins er yfirstaðin. Það er með ólíkindum hvað óttinn við tannlækna er inngróinn - það fylgdi því enginn sársauki og varla óþægindi að setjast í stólinn í dag. En ég er barn sem gekk í Austurbæjarskólann þegar Týra tönn var þar að gera við tennur í börnum. Þvílík skelfing! Ég man að stundum var ég send með miða heim eftir tannskoðun þar sem foreldrum minum var ráðlagt að fara með mig til tannlæknis - ég afhenti þeim aldrei miðana. Síðan skemmdust bara tennurnar án vitundar foreldranna og auðvitað varð allt miklu verra þegar loksins komst upp um hugleysi mitt. Hryllingur. Ég er óskaplega hrifin af því hversu tannlækningum hefur fleygt fram. Tannlæknirinn minn fékk langdregnar lýsingar á því hversu viðkvæm ég væri fyrst þegar ég fór til hennar og fékk strax traust á henni þegar hún sagði mér að hún hafi farið að læra tannlækningar til að vinna á eigin ótta. Annað sem hún sagðist hafa verið hrædd við voru hundar - svo að hún fékk sér hund. Snilld!
Ég er barnalega stolt af mér að vera búin að fara til tannlæknis.
Thirty-five is when you finally get your head together and your body starts falling apart.
Caryn Leschen
I try to take one day at a time -- but sometimes several days attack me at once.
Jennifer Unlimited-
If you can't be a good example -- then you'll just have to be a horrible warning.
Catherine-
Athugasemdir
Sæl, Dóra mín! Eg er komin heim og get farið að nota kommur yfir stafi og ð og þ og allt muligt! Sikket noget ! Það er þetta með óttann. Ætli eg hafi ekki farid alla leið til Kolkata til ad yfirvinna ótta !!! Það heitir nú ad leita langt yfir skammt, er það ekki?
Skemmtilegar tilvitnanirnar i dag ! Það a orugglega vid mig þetta med ad vera horrible warning ! Það er nú líka eiginlega betra en að vera "ekki neitt" .... ef það er nu hægt því að það er lika hálf-gerð "warning". Hálf-gert raus hérna i morgunsárid hjá mér en gaman að kíkja hérna inn og hitta þig á Íslandi, allt öðru vísi en að vera úti í Kolkata hittumst fljótt, Dóra mín og takk fyrir allar athugasemdirnar þínar, mín kæra
Guðbjörg Jónsdóttir, 15.12.2007 kl. 13:52
Elsku Dóra mín.
Í augnablikinu kemst ég á almennilegt net og hef tekið mér smáhlé frá áreitum framandi landa og kíkt á netið. Finn að ég elska það þegar þú verður geðvond yfir einhverju eins og bílastæðamiðum og jafnánægð með þig þegar það ríkur úr þér. Sá í póstinum að þú ert komin í frí.........gott mál, hittumst ferskar í janúar.
Bestu kveðjur til ykkra mægna.
Guðrún
Álfhóll, 16.12.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.