Urrrrrrrrrrrrr
8.12.2007 | 14:14
Það er freistandi að láta ergelsi sitt flakka á svona vettvangi - enda allar líkur á að aðrir borgarar hafi svipaðar reynslusögur í fórum sínum. Það var sem sagt í gær að ég áttaði mig á það bílastæðakortið mitt er útrunnið. Fékk reyndar vinsamlegan miða frá bílatæðavörðum, sem minntu mig á þetta. Eða minntu bílinn á það.
Ég hentist af stað til að leiðrétta þetta - og varð strax pitrruð á því að skrifstofa Bílastæðasjóðs er til húsa á einum versta stað í borginni hvað bílastæði varðar, neðarlega á Hverfisgötunni. Þegar inn var komið kom í ljós að ég þurfti að fá þar umsóknareyðublað, fara með það heim því að ég var ekki með upplýsingarnar á mér sem vantaði, skila því inn eftir helgina og síðan tekur það viku að fá það afhent. Á meðan mun ég sennilega borga straum af sektum þar sem ég bý og starfa á þannig svæðum.
Hvers vegna er ekki mögulegt að framkvæma þessa örlitlu aðgerð á netinu? Urrrrrrr. Þetta eru ekki ítarlegar eða flóknar upplýsingar sem þarf að skila inn og allt er þetta hvort eð er til í tölvukerfum stofnananna.
"The best team for operating a computer system consists of a man and a dog. The dog's job is to keep the man away from the system".
Roy Maxion
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.