Þjónar eða dónar
16.11.2007 | 21:45
Hvenær var starfsheitinu breytt úr lögregluþjónar í lögreglan - eða lögreglumaður/kona? Eftir vel heppnaða ferð í Hveragerði og þaðan í humarveislu í Fjöruborðinu vorum við vinkonurnar að aka í bæinn í kvöld i myrkri og dumbungi. Skyndilega voru blikkandi blá ljós fyrir framan okkur og eitthvað öngþveiti. Lögregluþjónn kom hlaupandi að og spurði með þjósti hvort við værum að reyna að troða okkur framhjá mótorhjólinu. Nei, reyndar ekki - en hvernig áttum við þá að komast í bæinn? Nú - hann var óskaplega pirraður á okkur og benti með ólund á hjáleiðina sem þeir voru að beina bílum að fara - enda kom í ljós að slys hafði orðið við afleggjarann að Heiðmörk.
Þá kom þessi spurning upp í kollinn á mér, hvenær hættu þau hjá lögreglunni að vera þjónar fólksins? Þetta var algjörlega óþarfur ruddaskapur hjá þessum lögregluþjóni - ef hann er ólukkulegur í þessu starfi sem kallar á að vera stundum staddur uppi á heiði í sudda og myrkri að leiða bílalest í óvæntan farveg - þá er það algjörlega hans mál.
Work is love made visible. And if you cannot work with love but only distaste, it is better that you should leave your work and sit at the gate of the temple and take alms of those who work with joy.
Kahlil Gibran. The Prophet. On Work.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.