Loksins!

Nú finnst mér ég ekki vera eini sérvitringurinn í bænum lengur varðandi þetta óumbeðna pappírsflóð sem ég var orðin leið á að blogga um. Það hefur sem sagt verið áframhaldandi vesen hjá mér þar til undanfarið - þá var staflinn af blautum Fréttablöðum við útidyrnar hjá mér sennilega farnar að vekja athygli blaðburðafólks - ekki aðeins vakið upp spurningar hjá nágrönnunum - og það hefur ekki komið óumbeðið blað í póstkassann í heila viku. Mér finnst ég ekki eiga neina ábyrgð á því að einhver fyrirtæki úti í bæ ákveði að troða inn á mig sínu efni.

Fékk sömu svör á pósthúsinu þegar ég vildi fá miða sem vísar frípósti frá póstkassanum mínum. Kannski ekki löglegt! Er það löglegt að troða hverju sem er í minn póstkassa og gera mig síðan ábyrga fyrir því? Þvílík rökleysa.


mbl.is Leitað leiða til að draga úr blaðaúrgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju

hér á bæ er allt ómögulegt ef bæði fríblöðin og slatti af auglýsingabæklingum eru ekki komin í hús fyrir kl: 07 !! svona er lífið skemmtilegt

kv papparína

dia (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband