Haustið

HaustlitirFallegur dagur í borginni í dag og ég fór út með myndavélina. Nú eru álftirnar og gæsirnar komnar í bæinn - alltaf skemmtilegt, nú er bara að bíða eftir Krumma en hann dregur það að koma úr sveitasælunni og á mölina langt fram á vetur. Hann er þó sá sem ég bíð spenntust eftir. Kynntist honum fyrst þegar ég var í sveit í Þorskafirðinum - þá tókst honum alltaf að ergja hundinn á bænum. Hundurinn lét sér aldri segjast - og lærði aldrei að láta Krumma ekki æsa sig upp. Hann gelti sig hásann og hljóp sig í spreng aftur og aftur. Krummi hafði augljóslega gaman af þessum leik, ekki var hægt að finna aðra skýringu á því athæfi hans að sitja á þúfu þar til hundurinn var alveg að ná honum, fljúga síðan yfir á þarnæstu þúfu krunkandi og þessu hélt hann áfram þangað til hann fékk leið á þessum leik. Kannski hafði hundurinn líka gaman að þessum leik - en ég held þó að hann hafi verið að sinna skyldustörfum en ekki að leika sér. Sveitahundar vita að þeir eiga mikilvægum verkum að sinna.

"Perfection is achieved, not when there is nothing left to add, but when there is nothing left to take away" Antoine de St. Exupery

"Reality is merely an illusion, albeit a very persistent one" Albert Einstein 1879-1955


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband