Blessað bloggið

Þegar ég var að renna yfir bloggsíðurnar nú í þessu fór ég að hugsa hversu þetta er nú merkilegt eiginlega. Hér lætur gamminn geysa fólk af öllu tagi. Ráðherrar og leikskólakennarar, kapítalistar og kommúnistar. Hér hitti ég vini og fjölskyldu. Ég hef að sjálfsögðu mismikinn áhuga á því efni sem fólk skrifar um og sumt gengur fram af mér - sumt gerir mig reiða - ég tárast yfir öðru - svo hlæ ég þangað til ég fæ hlaupasting í síðuna. Aldrei fyrr hafa raddir svo margra fengið að heyrast á sama vettvangi - hér er kannski hið raunverulega jafnrétti í verki.

Sumir eru innhverfir og hljóðlátir- eru mest að tala við sjálfan sig. Sumir deila óskaplega viðkvæmri reynslu sinni og mér sýnist vera farið afar vel með tilfinningar þeirra hér. Aðrir eru að predika yfir okkur hinum - svo sannfærðir um eigin skoðanir að ég verð strax tortryggin - ef þeir eru svona vissir, af hverju þessi þörf fyrir að sannfæra aðra og fá samþykki? Þegar ég er sannfærð um minn sannleika þá þarf ég ekki að fá staðfestingar utan frá - ekki heldur að troða honum ofan í kok á öðrum.

Sumir fara í fýlu ef þeir fá ekki heimsóknir og hætta - aðrir fara í vinsældakeppni og svífast einskis til að fá gesti á síðu sína. Gaman að þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Sammála, fróðlegt og forvitnilegt að velta fyrir sér þessum nýja samskiptamáta.

Bestu kv.

Vinkona þín

Álfhóll, 25.8.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband