Ósamræmi í skynun.
7.4.2007 | 20:43
Það eru til heimildir fyrir því að þegar Endeavour, skip James Cook, kom að ströndum Ástralíu árið 1770, þá tóku frumbyggjarnir ekki eftir skipinu. Það var ekki fyrr en skipið var lagst við akkeri og áhöfnin fór um borð í smábát sem var af svipaðri stærð og fiskibátar heimamanna að frumbyggjarnir tóku eftir þeim. Endeavour var 400 tonna, 33 metra langt, þriggja mastra seglskip. Það er erfitt að ímynda sér að enginn á ströndinni hafi tekið eftir því. En þetta fyrirbæri hefur verið staðfest með nýjum rannsóknum á skynjun mannsins. Við horfum ekki á heiminn með augunum. Hugurinn er eins og sía, hann ber saman mynstur og endurbyggir sjón okkar eftir þessum mynstrum. Þegar við stöndum frammi fyrir einhverju þar sem ekkert mynstur er fyrir hendi í fórum hugans þá gerist það oftast að hugurinn einfaldlega merkir ekki það sem er fyrir framan augun á okkur.
Þessi frásögn kom í huga minn þegar ég hugsaði um þann skilningsskort sem oft verður vart á milli kynjanna. Oft er eins og þeir sem ráðast með alefli á málaflutning feminista séu að lýsa stöðu sinni eins og frumbyggjarnir á ströndinni í árdaga. Þeir hreinlega sjá ekki ný form, því að í þeirra heimi er ekkert svona lagað til. En þá er bara að halda áfram að rökræða og debatta - koma með sín sjónarmið og hlusta á málaflutning annarra. Á endanum fer risastórt skipið að birtast.
Enn fækist málið þegar skoðað er fyrirbærið "cognitive dissonance" eða ósamræmi í skynjun. Það vísar til þeirrar staðreyndar að þegar við stöndum frammi fyrir upplýsingum sem samræmast ekki heimsmynd okkar - þá bregðumst við ókvæða við. Jafnvel með líkamlegum óþægindum eða ofbeldisfullu framferði.
Athugasemdir
Tökum þetta í næstu handleiðslu Dóra mín, góð dæmisaga.
Guðrún
Álfhóll, 8.4.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.