Æxlið sem varð til um síðustu aldamót

Eftir Silfur Egils í morgun leitaði á mig sú samlíking að banka og fjármálakerfið hegðaði sér eins og æxli í þjóðarlíkamanum sem byrjaði að vaxa með ógnarhraða upp úr aldamótum vegna þess að mótstaðan var engin í þeim stofnunum sem áttu að setja því skorður. Það virtust fáir verða varir við hættuna sem blasti við og þeir sem komu auga á hana og vöruðu við hættunni voru kerfisbundið kveðnir niður því að afneitunin var í algleymingi.

Einn þeirra sem var í þættinum í morgun lýsti vel þeim viðhorfum sem giltu í þessum heimi bankamanna og fjárglæframanna sem fengu bankana upp í hendurnar. Fullkomið siðleysi. Líkjast helst frumum í líkamanum sem skyndilega, við góð skilyrði, æða af stað í brjáluðum vexti og skeyta ekkert um heilbrigði heildarinnar.  

En hver er þá lækningin. Nema æxlið burt og beina síðan sterkum ljósgeislum að kjarnanum til að hreinsa burt síðustu skemmdirnar. Ef við verðum reynslunni ríkari og breytum lifnaðarháttum okkar þá má vera að við læknum meinið. Gildin þurfa að breytast og þarf að huga að heill allra þátta í samfélaginu, ná jafnvægi aftur.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ferðalagið inn á við er að hefjast fyrir Íslendinga. Við þurfum að leita að nýjum gildum, nýjum lífsgildum og nýrri mannvænni lífssýn. Staðan er sú við verðum að byrja með nýtt gildismat. Þetta verður erfitt fyrir materíalístíska Íslendinga en höfum við val?  

Allt nýtt, nýtt stjórnmálaafl, nýjar hugmyndir um lýðræði, aukið beint lýðræði (þjóðaratkvæðagreiðslur), aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdarvalds, breytingar á stjórnarskrá, aukið sjálfsstæði þings. Færri þingmenn, minni kostnað í ríkisrekstri, fækkun utanlandsferða þingmanna og ráðherra, aukið vald forseta Íslands (sem er eini beinkjörni einstaklingur þjóðarinnar). Landið eitt kjördæmi.   .... svo mætti lengi telja!

Baldur Gautur Baldursson, 25.1.2009 kl. 19:56

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Sammála. Vona að nýtt lýðræði muni fæðast - kannski eru þetta fæðingahríðarnar.

Halldóra Halldórsdóttir, 26.1.2009 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband