Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hann er að koma aftur...

DO er í Kastljósinu. Hann fer á kostum og er nú orðinn eini maðurinn sem veit allt -fær upplýsingar um allt. Hann er eini maðurinn sem er treystandi í þessu landi - það segja allir sem við hann tala. Sem sagt - he is coming back! Þetta eru skýr skilaboð til allrar Sjálfstæðismanna - flykkjumst að baki DO - HE IS BACK

Lífið er nú skondið

Hér er sönn saga.

Nítján hundruð sextíu og eitthvað var ég á ferð með fjölskyldu og vinum uppi á hálendinu - barn að aldri. Við Herðubreiðalindir rákumst við á hóp Ameríkana á ferð og við komumst að því að þetta var hópur tilvonandi tunglfara, geimfara, sem voru að undirbúa sig fyrir að fljúga til tungslins. Þetta var hópur af elskulegum ungum mönnum sem tóku vel í að gefa undirritaðri eiginhandaráritun á smápappír úr skissubók. Bróðir minn fékk að eiga ekta hermanna-tinbrúsa sem hann hélt uppá í mörg ár. Síðan gleymdist þetta smám saman og við systkinin körpuðum stundum um hvað hafi orðið um þennan snepil en hann fannst hvergi. En um daginn var ég að skoða gamla pappíra og þar kom snepillinn í ljós!

En nýlega komst ég í tölvupóstsamband við konu nokkra í Flagstaff, Arizona í Bandríkjunum vegna sameiginlegs áhugamáls. Mögulega stendur til að ferðast á þær slóðir í vor, þar eru indíánabyggðir og landslag til jafns við Íslenskar óbyggðir og hún er barnakennari á þessum slóðum og segist vilja bjóða okkur í heimsókn til sín inn á Indíána "reservation".

Þar sem ég var að vafra um netið í leit að upplýsingum um komu geimfaranna til Íslands fann ég gein eftir einn af geimförunum þar sem hann segir frá þessari ferð til óbyggða Íslands með ljósmyndum. En það sem gerði mig alveg hissa var frásögn hans af því að eftir Íslandsferðina lá leið þeirra til frekari æfinga til smábæjar í Arizona, Flagstaff!

Geimfarar autograph

 

   


Það vantar enn raunsæjar upplýsingar

Ekki má tala ástandið niður nei - en til að tala það upp eða bara tala um það raunsætt verða að vera til alvöru upplýsingar til almennings og atvinnufyrirtækja. Í tómarúmi skapast pláss fyrir hamslausa vitleysu - og óttinn stýrir oft ferðinni við þannig aðstæður.

 Það er ýmist verið að spá hroðalegri nær-framtíð eða bara bærilegri stöðu þar sem "við" ráðum við þessar skuldir og vexti og atvinnuleysi og...

Nú fer sirkusinn að hefjast - undirbúningur fyrir kosningar. Þar verður hver vitleysan af annarri þegar frambjóðendur hefja villtan dans um valdastólana. Er ekki tilbúin til að velja neinn flokk, hvað þá? Og til að bæta gráu ofan á svart skulu nú VRingar kjósa sér fólk í margskonar trúnaðarstörf í VR. Þar stendur valið á milli þriggja karla um toppstöðuna. Ég hef ekki áhuga á neinum þeirra - hvað gera Danir þá?       


mbl.is Ekki má „tala niður" íslenskt efnahagslíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af Tuma

Tumi hefur verið heldur fálátur undanfarið - held það sé skammdegið sem hefur skrúfað niður í honum - eða kreppan kannski - en hann er allur að koma til. Hann heldur oft til við Eplamerkið á tölvunni sem er spegill - kíkir þar inn og kallar "halló, halló" á hinn fuglinn sem hann sér í speglinum. "Gugg - gugg- gugg" segir hann og "ertu góður strákur?"

Reyndi að ná mynd af honum við þessa iðju en hann var að vanda eldsnöggur og stökk á myndavélina með opinn gogginn.

Tumi og myndav�lindscf0187.jpg


Desiderata (Things desired)

Eftirfarandi ljóð er eftir Max Ehrmann frá Indiana í Bandaríkjunum, ort 1927. Ég fann þetta í fórum mínum - hafði skrifað það niður um 1970 - fyrir margt löngu. Nú þegar ég les það aftur átta ég mig á því að ljóðið hefur haft varanleg áhrif á mig og hefur verið mér leiðarljós án þess að ég gerði mér grein fyrir því.
 
DESIDERATA 
Go placidly amid the noise and the haste,
and remember what peace there may be in silence.

As far as possible, without surrender,
be on good terms with all persons.
Speak your truth quietly and clearly;
and listen to others,
even to the dull and the ignorant; 
they too have their story. 

Avoid loud and aggressive persons; 
they are vexatious to the spirit. 

If you compare yourself with others, 
you may become vain or bitter, 
for always there will be greater and lesser persons than yourself. 
Enjoy your achievements as well as your plans. 
Keep interested in your own career, however humble; 
it is a real possession in the changing fortunes of time. 

Exercise caution in your business affairs, 
for the world is full of trickery. 
But let this not blind you to what virtue there is; 
many persons strive for high ideals, 
and everywhere life is full of heroism. 
Be yourself. Especially do not feign affection. 
Neither be cynical about love, 
for in the face of all aridity and disenchantment, 
it is as perennial as the grass. 

Take kindly the counsel of the years, 
gracefully surrendering the things of youth. 
Nurture strength of spirit to shield you in sudden misfortune. 
But do not distress yourself with dark imaginings. 
Many fears are born of fatigue and loneliness. 

Beyond a wholesome discipline, 
be gentle with yourself. 
You are a child of the universe 
no less than the trees and the stars; 
you have a right to be here. 
And whether or not it is clear to you, 
no doubt the universe is unfolding as it should. 

Therefore be at peace with God, 
whatever you conceive Him to be. 
And whatever your labors and aspirations, 
in the noisy confusion of life, 
keep peace in your soul. 

With all its sham, drudgery, and broken dreams, 
it is still a beautiful world. 
Be cheerful. Strive to be happy.


Tvær þjóðir í þessu landi

Eftir að heyra Geir Haarde í viðtali í Hardtalk þættinum hjá BBC er mér loksins orðið ljóst að það búa tvær þjóðir í þessu landi. Sjálfstæðismenn og allir hinir. Á meðan andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hrylla sig yfir frammistöðu Geirs í þættinum þá styrkist fylkingin utan um Geir, Davíð og kó. 

Sjálfri heyrði ég ekkert nýtt í þessu viðtali. Spyrillinn er frægur fyrir harðar og málefnalegar spurningar - í þetta sinn vildi hann heyra Geir "say he was sorry". En Geir ætlar að bíða eftir niðurstöðu rannsóknarinnar áður en hann axlar einhverja ábyrgð. Þetta er ekkert nýtt - þessi afstaða Geirs hefur verið sú sama frá upphafi. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert nema selja bankana, punktur. Annað sem hefur gerst er vegna ákvarðana bankastjóranna og efnahagslega stormsins sem skekur allan heiminn.

En ég hef áhyggjur að þeirri gjá sem virðist verða sýnilegri með degi hverjum og kosningar eru ekkert tilhlökkunarefni. 


Niðurlæging stjórnvalda

Enginn endir virðist vera á því hversu djúp niðurlæging okkar verður. Þótt að Boris Berezovsky sé kannski ekki sá trúverðugast þá er margt annað sem gerir Ísland tortryggilegt hvað varða peningaþvott. Sjá grein í Smugunni eftir Björg Evu Erlendsdóttir. Þau stjórnvöld sem opnuðu landið fyrir öllum sem þurftu að hvítþvo peninga voru ótrúlega barnaleg. Það er sem þau hafi afvopnað hagkerfið gjörsamlega - og bara trúað því að það yrði í lagi. Er ekki í lagi með þetta fólk? Er enginn endir á vanhæfninni?   


mbl.is Í stríði við stjórnvöld í Kreml
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenn skynsemi óskast

Nú er þessi sannleikur vísindanna ekki sannur lengur. Nú er ekki lengur hættulegt að borða egg á hverjum degi - sennilega bara bráðhollt. Svona eru hin heilögu sannindi vísindana, breytileg eins og annað í mannheimum. Hversu oft hafa ekki komið alvarlegar viðvaranir varðandi einhver matvæli sem hafa síðan snúist við einhverjum árum síðar.

Almenn skynsemi segir að matur sem forfeður okkar hafa þrifist á séu hollir fyrir okkur líka. En vísindamenn þurfa að hafa eitthvað til að sýsla við - en gott að hafa í huga að þeir eru ekki óskeikulir   

http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/7882850.stm?lss


Rödd skynseminnar

Takk Ragnheiður Ólafsdóttir fyrir að setja ofaní við þingheim eins og var kominn tími til að gera. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk skuli leyfa sér að vera í sandkassaleik á meðan svo alvarleg mál eru á verkefnalista þingsins. Það er rétt að við - almenningur - fylgist agndofa með hegðun minnihlutans þessa dagana. Eitt er víst - þeir eiga ekki von á mínu atkvæði.
mbl.is Látið karpið bíða til kosningabaráttunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin aukaatriði í drama fullorðnna

Greinilega mikill skaðvaldur þegar foreldrar skilja í illu. En hvað með þau börn sem búa alla sína æsku við hjónaband foreldra sem skilja ekki þótt hjónabandi sé dautt eða svo gott sem? Vantar að rannsaka það líka. Oft eru það vond hjónabönd þar sem andlegt og/eða líkamlegt ofbeldi er til staðar en konan kemst ekki úr því. Mikill misskilningur að halda að það sé hægt að halda börnum utan við það ástand. 

Niðurstaðan er sú að í heimi fullorðinna eru börnin afgangs stærð. Átök foreldra - oft með aðkomu annarra fullorðinna aðila s.s. félagsmálayfirvalda, verða aðalatriði en börnin sjást ekki né heyrast í þeim stormum. 


mbl.is Skilnaður skaðar börnin til langs tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband