Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Fríblöð og auglýsingar

Það fauk í mig við heimkomuna úr vinnunni í gær. Fréttablaðið fyllti litla póstkassann minn. Búin að leggja vinnu í að koma skilaboðum til þeirra sem bera út Fréttablaðið að ég vilji EKKI fá það í póstkassann minn. EKKI fríblöð og EKKI litríkar auglýsingar um allt sem ég verði að fá mér til að verða hamingjusöm. Búin að líma stórann miða í gluggann í útihurðinni og annan utan á póstkassann þess efnis að aðeins póstur sem er stílaður á heimilisfólk sé velkominn. Það virkaði í 3 vikur en greinilega ekki lengur.

Sendi síðan tölvupóst á Fréttablaðið til að ítreka vilja minn - nú er spennandi að sjá hvort réttur minn verður virtur eða hvort vilji auglýsenda og fríblaða er sterkari. Þegar ég hitti póstberann um daginn sagði hann að "þeir" vildu að póstberarnir tækju ekki mark á þessum skilaboðum íbúanna. Hann vildi ekki segja hverjir þessir þeir eru.

Hvers vegna er þetta mál fyrir mig? Ég les þau blöð sem ég vil í vinnunni og á netinu. Er ekki áskrifandi að neinu dagblaði. Þessi fríblöð og auglýsingar hlaðast upp og eru til ama. Og síðan er það á mína abyrgð að koma þeim fyrir kattarnef á ábyrgan hátt í endurvinnslu. Bara leiðindi.


Barbados ll

22 mai.

100_0053

Vid systurnar forum med HF ad versla lampa i ibudina hennar. For svo ad hun missti lampann i golfid i versluninni og hann brotnadi i mel. A medan vid bidum eftir ad verslunarstjorinn fyndi ut ur thessu munadi litlu ad eg bryti annan lampa alveg eins, ef HF hefdi ekki synt snarraedi og gripid hann rett adur en hann datt i golfid. Vid vorum eins og filar i postulinsverslun. HF keypti tvo lampa - var ad farast ur sektarkennd - en var ekki latin borga thann sem brotnadi.

Sidan forum vid upp til fjalla i verslunarferd - vissum af listmunaverkstaedi thar. Fundum ofsalega fallega hluti ur leir og gleri. Sidan var bordad a griskum veitingastad i kvold. Strakarnir leigdu ser bil og oku hringinn i kring um alla eyjuna - hun er ekki staerri en thetta. Her er folk mjog medvitad um fjolskyldutengsl -tvisvar hofum vid HF verid spurdar hvort vid seum maedgur, og i dag spurdi okunnugur madur i verslun hvort vid systurnar vaerum systur.  

 100_0067100_0066


Barbados

 

 000_0258

15 mai.

Dagur eitt a Barbados - i miklum hita og raka. Thetta aetlar ad verda mikil aerslafor. Sjo manns a ollum aldri, einn 15 ara, tveir 27 ara, ein 32 ara og thrir um og yfir fimmtugt. Og vid skemmtum okkur konunglega. Buum i tveimur ibudum hlid vid hlid. Thad tekur a ad vera i 30 stiga hita og miklum raka eftir svalt vor a Islandi og vid erum soldid dosud.

Byrjadi a tvi ad Hildur Fjola var ekki a flugvellinum til ad taka a moti okkur. Og enginn var med simanumerid hja henni. Nei - ekki einu sinni modir hennar. En loks birtist hun - hafdi ekki reiknad med ad flugid vaeri a undan aaetlun. Miklir fagnadarfundir.

Tvi naest var ad komast i ibudina og var fundinn taxi fyrir hluta hopsins - bill HF tekur ekki okkur oll. Upphofust nu miklar utskyringar a tvi hvar husid vaeri - leigubilstjorinn turfti teikningu til  ad atta sig en samt thurfti ad lodsa hann i gegnum sima. Allar gotumerkingar eru her afar oljosar. Allt for thetta vel og var farid a fyrsta veitingahusid thetta kvold.

000_0261

16 mai. 

I dag var farid a strondina sem er um 10 minutna gangur- ekki tharf ad fjolyrda um fegurdina her.

I kvold forum vid a sjavarretta matsolustad sem leit ut fyrir ad vera serstakur - sem hann var. Algjorlega oaetur matur. Okkur grunar ad krabbinn hafi verid ur dos - brimsaltur. Steikurnar voru bragdvondar og allir heldur fulir. En bratt vard gaman aftur - forum annad til ad fa okkur eftirretti.

Sidan er skordyralifid - moskitoflugur eru varasamar og mikid vopnabur er ordid til i badum ibudum. Fjolfaetla birtist a golfinu i gaerkvold - heldur vigaleg a leid inn i mitt herbergi. Um 10 cm. long og kroftug. Thegar buid var ad ganga a milli bols og hofuds a henni (bokstaflega) helt hun lengi afram ad lata ofridlega.

19 mai.

100_0035

Skodudum fuglagard - og vorum skodud. Hatturinn vakti athygli - ekki adeins hja thessum heldur eru ferdafelagarnir gladir med thetta litsterka hofudfat enda engin leid ad tyna mer. Her hef eg misst allt daga og timaskyn og mer hefur ekki enn tekist ad na peningum ut ur banka her. Vill til ad eg a goda ad.

 20 mai.

Forum i straeto upp alla vesturstrondina - sem er hverfi hinna super riku. Thar rada villurnar ser upp medfram strondinni med tilheyrandi golfvollum. Roltum um Speightstown thar sem hitinn var gifurlegur, vid erum alltaf a ferd a heitasta timanum. Thadan med taxa upp haedina til ad skoda Wildlife reserve, thar sem skjaldbokur, litlir apar og dadyr eiga gott lif. Handlekum slongu og dadumst ad iguana dreka sem var ekki eins heilladur af okkur.

100_0024

100_0029

Heimspekilegir fuglar.

 


Tæknileg framför

Menningarnótt 06 002Rósirnar taka sig vel út á steinsteypunni. Eitthvað táknrænt við þessa ljósmynd.

Vegna hárbeittrar áskorunar Díu vinkonu varðandi tæknilega færni okkar Guðrúnar er hér sönnun á hinu gagnstæða. Nú er Guðrún búin að kenna mér að setja myndir inn í textann og - við erum búnar að ná tökum á því að senda myndir úr fína skannanum okkar! Við getum allt hér á Stígó!  Og ef ekki - þá lærum við það bara.


Flosi

Flosi

Úff - þá er heimsókninni til dýralæknisins lokið þetta árið. Ormahreinsun og flensusprauta. Flosi bar sig aumlega að vanda og fékk samúð og athygli annnarra gesta sem hann kærði sig ekkert um. Beit dýralæknirinn bara einu sinni. Og hann er afskaplega heilsuhraustur þótt hann sé orðinn við aldur.

Við höfum deilt heimili í 13 ár og Flosi er óvingjarnlegasti og stjórnsamasti köttur sem ég hef búið með og hafa þeir þó verið nokkrir kettirnir í lífi mínu. Hann þýðist engan nema mig -en með skilyrðum þó. Ekki taka hann upp og halda á honum. Ekki bjóða gestum heim og alls ekki börnum. Ekki koma heim undir áhrifum áfengis. Ekki fara að heiman í meira en sólarhring. Ekki loka neinni hurð í íbúðinni. Ekki slökkva ljósið á baðherberginu. Ekki bjóða honum upp á rigningarveður eða kulda. Ekki bjóða honum fjölbreytni í mat. Ekki fara seint að sofa. Og alls ekki veita dótturinni á heimilinu óskipta athygli.

Það er altalað í mínum vinahópi að þessi sambúð jaðri við ofbeldissambúð. En hvað get ég gert? Ítrekaðar tilraunir til að losna við hann fyrstu árin tókust ekki. Fjölskyldan sem tók hann 8 vikna gamlan skilaði honum eftir 2 sólarhringa - þá voru þau öll vansvefta því hann hafði ekki hætt að væla allan tímann. Þegar hann var 6 mánaða flutti ég á 4 hæð í fjölbýli og ákvað að það væri ekki kattarvænt umhverfi. En dýralæknirinn aftók með öllu að svæfa hann - hélt langa ræðu um miskunnarleysi fólks sem ætlaðist til að dýralæknar aflífuðu dýrin eftir dyntum þeirra. Verst að ræðan var haldin úti á fjölfarinni götu. Katholt var lokað.

Sem sagt, áframhaldandi óbreytt ástand og við eyðum líklega ævikvöldinu hans saman.


Blygðunarkennd - hver á að bera hana?

Nú birtast fréttir af því að utanríkisráðherra Írans hafi flúið úr boði vegna þess að kona á rauðum kjól hafi sært blygðunarkennd hans. Eða siðferðiskennd - hver er munurinn?
Nú rifjast upp gamla testamenntið - þegar Eva braut reglurnar og kom blygðunarkenndinni inn hjá Adam. Þar með urðu konur ábyrgar fyrir kynferðislegum kenndum karla - og eru það greinilega enn. Við þurfum reyndar ekki að leita alla leið til Íran til að sjá merki þess. Enn heyrast skoðanir þess efnis að konur geti sjálfum sér um kennt ef þeim er nauðgað - minnug könnunarinnar frá Noregi um daginn.

Má þá á sama hátt segja að ef ég á t.d. bíl sem vekur upp ofboðslegan græðgislosta hjá einhverjum - þá geti ég sjálfri mér um kennt ef viðkomandi ræðst inn í farartækið mitt og eyðileggur það? Hefði ég átt að fá mér öðruvísi, ljótan, gamlan bíl til að reyna komast hjá því að vekja upp þessar tilfinningar hjá viðkomandi? Sjá til þess að bíllinn sé alltaf læstur inni í bílskúr þar sem enginn sér hann? Ber ég ábyrgð á innrásinni? Og á ég þá að blygðast mín fyrir að hafa valdið þessum kenndum hjá gerandanum? Það sjá allir að þetta er gjörsamlega órökrétt. En boðskapur gamla testamenntisins er enn svamlandi í ruglingslegum hugmyndum samfélagsins um kynferðislegt ofbeldi.

Utanríkisráðherra Írans ber ábyrgð á eigin tilfinningum og kenndum - hvort sem það var konan á rauða kjólnum eða konan sem er utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem sat á móti honum sem urðu kveikjan að þeim í huga hans.


Bráðfyndin skilaboð og upplýsingar á einhverskonar ensku

Þetta kom frá Barbados í gær. Sá þetta reyndar fyrir nokkrum árum síðan og það er enn fyndið.

FUNNY ENGLISH NOTICES AROUND THE WORLD!
---------------------------------------
Here are some signs and notices written in English that were discovered throughout the world.

In a Tokyo Hotel:
Is forbidden to steal hotel towels please. If you are not a person to do such thing is please not to read notis.

In a Bucharest hotel lobby:
The lift is being fixed for the next day. During that time we regret that you will be unbearable.

In a Leipzig elevator:
Do not enter the lift backwards, and only when lit up.

In a Belgrade hotel elevator:
To move the cabin, push button for wishing floor. If the cabin should enter more persons, each one should press a number of wishing floor. Driving is then going alphabetically by
national order.

In a Paris hotel elevator:
Please leave your values at the front desk.

In a hotel in Athens:
Visitors are expected to complain at the office between the hours of 9 and 11 A.M. daily.

In a Yugoslavian hotel:
The flattening of underwear with pleasure is the job of the chambermaid.

In a Japanese hotel:
You are invited to take advantage of the chambermaid.

In the lobby of a Moscow hotel across from a Russian Orthodox monastery:
You are welcome to visit the cemetery where famous Russian and Soviet composers, artists, and writers are buried daily except Thursday.

In an Austrian hotel catering to skiers:
Not to perambulate the corridors in the hours of repose in the boots of ascension.

On the menu of a Swiss restaurant:
Our wines leave you nothing to hope for.

On the menu of a Polish hotel:
Salad a firm's own make; limpid red beet soup with cheesy dumplings in the form of a finger; roasted duck let loose; beef rashers beaten up in the country people's fashion.

Outside a Hong Kong tailor shop:
Ladies may have a fit upstairs.

In a Bangkok dry cleaner's:
Drop your trousers here for best results.

Outside a Paris dress shop:
Dresses for street walking.

In a Rhodes tailor shop:
Order your summers suit. Because is big rush we will execute customers in strict rotation.

A sign posted in Germany's Black forest:
It is strictly forbidden on our black forest camping site that people of different sex, for instance, men and women, live together in one tent unless they are married with each other for that purpose.

In a Zurich hotel:
Because of the impropriety of entertaining guests of the opposite sex in the bedroom, it is suggested that the lobby be used for this purpose.

In an advertisement by a Hong Kong dentist:
Teeth extracted by the latest Methodists.

In a Rome laundry:
Ladies, leave your clothes here and spend the afternoon having a good time.

In a Czechoslovakian tourist agency:
Take one of our horse-driven city tours - we guarantee no miscarriages.

Advertisement for donkey rides in Thailand:
Would you like to ride on your own ass?

In a Swiss mountain inn:
Special today -- no ice cream.

In a Bangkok temple:
It is forbidden to enter a woman even a foreigner if dressed as a man.

In a Tokyo bar:
Special cocktails for the ladies with nuts.

In a Copenhagen airline ticket office:
We take your bags and send them in all directions.

On the door of a Moscow hotel room:
If this is your first visit to the USSR, you are welcome to it.

In a Norwegian cocktail lounge:
Ladies are requested not to have children in the bar.

In a Budapest zoo:
Please do not feed the animals. If you have any suitable food, give it to the guard on duty.

In the office of a Roman doctor:
Specialist in women and other diseases.

In an Acapulco hotel:
The manager has personally passed all the water served here.

In a Tokyo shop:
Our nylons cost more than common, but you'll find they are best in the long run.

From a Japanese information booklet about using a hotel air conditioner: Cooles and Heates: If you want just condition of warm in your room, please control yourself.

From a brochure of a car rental firm in Tokyo:
When passenger of foot heave in sight, tootle the horn. Trumpet him melodiously at first, but if he still obstacles your passage then tootle him with vigor.

Two signs from a Majorcan shop entrance:
- English well talking.
- Here speeching American.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband