Yfirborð v/innihald

Daglega koma fregnir af afleiðingum fjármálaerfiðleika í samfélaginu. Sá út undan mér að HÍ er í vanda og varð þá hugsað til skólans sem ég stundaði framhaldsháskólanám við í Lundúnum fyrir um tuttugu árum. Aðbúnaðurinn hefði seint verið samþykktur af nemendum í íslenskum háskóla þá hvað þá núna og þeim hefði aldrei verið boðið upp á húsnæði og slíkt sem þótti ekki vera neitt aðalatriði þar. Skólinn er á heimsmælikvarða, kennarar og prófessorar eru viðurkenndir fræðimenn en mér krossbrá þegar ég sá húsakynnin og þess háttar. Til dæmis var ein greinin kennd í leiguhúsnæði hjá Hjálpræðishernum sem var ómögulegt að kynda almennilega og allir sátu í yfirhöfnum á mestu kuldunum og rakanum. En mér skildist fljótt að bretarnir voru með aðalatriðin á hreinu, fyrsta flokks nám í fimmta flokks húsnæði og aðbúnaði - það var rétta röðunin á því í hvað peningarnir voru nýttir.

Við á þessu landi gerum svakalegar kröfur um útlit og framkomu (?)- en oft vantar mikið upp á það sem inni fyrir býr og skiptir raunverulega máli, yfirborðsmennskan hrjáir okkur og er sennilega hin hliðin á minnimáttarkennd smáþjóðar. Engin þörf á að tíunda það sem allir hafa sögur um, innréttingum hent á haugana til að yngja upp í eldhúsinu - stofuhúsgögnum fargað til að kaupa nýja leðursófann. 

Nú er tími til að endur-raða - forgangsraða upp á nýtt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

...og á Íslandi er þessu öðruvísi farið: Fimmta flokks kennsla og fyrsta flokks húsnæði.

Baldur Gautur Baldursson, 17.12.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Já - þú botnaðir setninguna fyrir mig - á Íslandi er þessu öfugt farið. Ég hef reyndar engar heimildir um gæði kennslunnar í háskólum hér en kröfur um aðbúnað eru sýnilegar alls staðar.

Halldóra Halldórsdóttir, 17.12.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband