Ábyrgðarhluti

 Eftirfarandi er tekið úr frétt á vísir.is þar sem sagt er frá niðurstöðu tveggja dómara af þremur í nálgunarbannsmáli vegna heimilisofbeldis. (finn ekkert um þessa frétt á mbl.is) Áhyggjur lögreglu af öryggu konunnar eru léttvægar fundnar. Hvað ef allt fer á versta veg og "friði konunnar verði raskað aftur" eins og það heitir á fínu máli þótt greinilegt sé að hún var beitt grófu ofbeldi í langan tíma? Eru þessir dómarar þá á einhvern hátt ábyrgir þegar þeir meta hættuna léttvæga? Eitthvað segir mér að svo verði ekki.

"Lögreglan telur að öryggi konunnar kunni að vera stefnt í voða fáist ekki framlenging á nálgunarbanninu.

Héraðsdómur Reykjavíkur varð ekki við þeirri beiðni 31. júlí síðastliðinn og þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur í gær. Meirihluti dómenda Hæstaréttur í málinu, þeir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson, telur að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur til að ætla að maðurinn brjóti gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt.

Hæstaréttardómari vildi áframhaldandi nálgunarbann

Páll Hreinsson, dómari við Hæstarétt, skilaði sératkvæði. Hann sagði að maðurinn hefði verið ákærður fyrir gróf ofbeldisbrot gagnvart konunni og sjá megi af gögnum málsins, þar á meðal ljósmyndum, að áverkar hennar voru umtalsverðir. Páll segir að þegar haft er í huga að hin tímabundna skerðing á frelsi mannsins gangi ekki lengra en nauðsyn beri til skuli verða við beiðni um áframhaldandi nálgunarbann".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband