Tvær þjóðir í þessu landi

Eftir að heyra Geir Haarde í viðtali í Hardtalk þættinum hjá BBC er mér loksins orðið ljóst að það búa tvær þjóðir í þessu landi. Sjálfstæðismenn og allir hinir. Á meðan andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hrylla sig yfir frammistöðu Geirs í þættinum þá styrkist fylkingin utan um Geir, Davíð og kó. 

Sjálfri heyrði ég ekkert nýtt í þessu viðtali. Spyrillinn er frægur fyrir harðar og málefnalegar spurningar - í þetta sinn vildi hann heyra Geir "say he was sorry". En Geir ætlar að bíða eftir niðurstöðu rannsóknarinnar áður en hann axlar einhverja ábyrgð. Þetta er ekkert nýtt - þessi afstaða Geirs hefur verið sú sama frá upphafi. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert nema selja bankana, punktur. Annað sem hefur gerst er vegna ákvarðana bankastjóranna og efnahagslega stormsins sem skekur allan heiminn.

En ég hef áhyggjur að þeirri gjá sem virðist verða sýnilegri með degi hverjum og kosningar eru ekkert tilhlökkunarefni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst ég skynja það æ betur að Sjálfstæðismenn eru að verja mjög öflugan fyrirtækjahóp sem flokksmenn eiga með einum eða öðrum hætti. Ég horfði á Vilhjálm Egilsson í kvöldfréttum sjónvarps í kvöld. Þar var hann að tala gegn þeirri hugmynd að nokkur stærstu fyrirtæki landsins yrðu sett undir einn hatt sem væri á vegum ríkisins og er hugsað sem hluti björgunaraðgerða fyrir atvinnuvegi okkar.

Hann var fölur og mér fannst hann ekki vera með nein rök í málinu. Hann talaði um samkeppni og eitthvað á þeim nótum og verið væri að eyðileggja.

Þá kom þessi hugmynd inn í kollinn minn að þarna væri verið að tala um hluta af eignum Sjálfstæðismanna (gamla Kolkrabbans) og það væri einhver verulega stór spilaborg í hættu.

Ég tek það skírt fram að ég er ekki að byggja þessa kenningu á neinu sem ég hef frétt, þetta var bara svona hugboð sem kom.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband