Þarf byltingu

Það virðist ekki vera að virka að hvetja almenning til að eyða peningum, þetta á auðvitað ekki við hér á landi en í hinum vestrænu ríkjunum þar sem vextir eru komnir að núlli til að fá fólk út í búðir. Við þessar aðstæður, atvinnuleysi og öryggisleysi finnur fólk þörf til að halda að sér höndum en ekki eyða. Kannski þarf að gera fjármálabyltingu - finna upp nýja fleti á fjármálum og sjá nýjar leiðir. Þetta kerfi er orðið eins þreytt og karlarnir sem hafa haldið því gangandi.

En þar sem ég hef aldrei skilið hvernig hægt er að verða ríkur á því að eiga skuldir - þá er ég ekki með nein ráð. 


mbl.is Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Tja eins og staða vaxta er í dag og fyrirsjáanlegar hópuppsagnir hjá þeim fyrirtækjum sem ætla að reyna halda sér á floti fram yfir jól, er ekki æskilegt (móralskt séð) að hvetja fólk að eyða umfram kaupgetu.  Það skýtur sig bara í fótinn því VISA reikningurinn kemur fyrr eða síðar. 

Mér finnst að fólk eigi að reyna að spara og halda að sér höndum og ennfremur læra að búa við þrengri kost en áður. Þetta er jú vilji ríkisstjórnarinnar; því það var hún sem ákvað að láta spilavítareikning auðmanna falla á undirsátunum. Þetta minnir illilega á miðaldalénsfyrirkomulagið.  Ef lénshöfðinginn tapaði stórt í spilum sendi hann leiguliða sína eða seldi í hendur þess sem fór með sigur út býtum.

Svona er Ísland í dag!

Baldur Gautur Baldursson, 23.12.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband