Hver verður eftir til að standa undir auknum sköttum?

Það á ekki setja á hátekjuskatt. Ekki nægilega mikið sem fæst upp úr því víst. Unga, fríska, vel menntaða fólkið flýr landi í unnvörpum og eftir sitja þeir sem komast ekki lönd eða strönd. Það er sem sagt eldra fólkið sem á að borga hærri skatta og borga sig inn á spítalana og borga líka matinn ofan í sig á meðan þeir dvelja þar. Eru fleiri en ég sem sjá að þetta dæmi gengur ekki upp? Fleiri gjöld er verið að finna upp til að krækja í fleiri krónur í ríkiskassann og færri verða eftir í landinu til að standa undir þessu. Mikið kvíði ég skammdegismánuðunum sem framundan eru, þá fer kaldur veruleikinn sem ráðamenn hér eru að kokka upp núna að komast í framkvæmd. 

En takið eftir að DO hefur dregið sig inn í skelina sína aftur, í bili. Það verður forvitnilegt að fylgjast með næsta útspili hans - hann þolir ekki lengi við úr sviðsljósinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband