Melankólískt

Ég var á Austurvelli í dag - kom snemma og fór snemma. Nú var andrúmsloftið dapurt fannst mér. Það var dapurlegt að hlýða á íslensk ættjarðarlög spiluð af lúðrahljómsveit. Þetta var eins og jarðarför. Ég held að við séum viðstödd útför Gamla Íslands þessa dagana. Og það er viðeigandi að vera dapur í jarðaförum - syrgja það sem er horfið. Það er ekki farið að glitta í nýja lífið sem er framundan heldur er nú viðeigandi tími til að syrgja. 

En hann var ekki sorgmæddur sá sem kaus að klæða sig úr öllu og bera sig fyrir þóð sinni í upphafi fundar. Mér fannst nú mjög sætt að enginn fetti fingur út í að hann væri að skokka um á tillanum sínum - sennilega hafa margir hugsað eins og ég - æ, voða held ég að honum sé kalt. Kannski náðu einhverjir erlendir fréttamenn honum á mynd sem væri skemmtilegt - sérstaklega ef hún bærist til útlanda sem mér skilst að bíði með andakt eftir öllum fréttum frá Íslandi þessa dagana.


mbl.is „Ábyrgðin er ekki okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband