Um gömul hús

Er farin að fara í Sundhöllina aftur eftir fjöldamörg ár. Þarna sleit ég barnskónum - og lærði að synda björgunarsund. Sundhöllin er byggð 1937 og er því 70 ára í ár. Það er eins og að fara aftur á bak í tímann að heimsækja þessa höll. Mér finnst hún dæmi um mjög vel heppnað hús og búningsklefa- systemið er dásamlegt. Ég man að sem barn dreymdi mig um að fá að nota einsmannsbúningsklefana - og nú hefur sá draumur ræst. En höllin er orðin þreytuleg og ég vona svo sannarlega að hún fái endurnýjun lífdaga og að henni verði ekki breytt í skemmtistað eins og oft virðist verða þrautalendingin með gömul hús sem á að varðveita en enginn veit til hvers.

Gömlu húsin sem brunnu um daginn voru löngu orðin niðurnídd að sjá og tilfinningin var að engum hafði þótt vænt um þau í langan tíma. Gamlir hlutir eru ekki alltaf þess virði að haldið skuli í þá með öllum ráðum. Þeir þurfa að hafa gildi og hlutir hafa ekki gildi nema menn gefi þeim gildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Deili væntumþykju þinni til Sundallarinnar.  Mér finnst að ég hafi verið þar daglega sem stelpa og mig dreymdi líka um einkaklefana.  Bara eitt sem ég sakna ekki og það er spennan yfir því hvort ég yrði rekin uppúr, þar sem tíminn var skammtaður.

Bestu kv. gj

Álfhóll, 23.4.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ég var alltaf í Sundhöll Hafnarfjarðar þegar ég var lítil og ég var skíthrædd við konuna sem kom til að reka krakkana uppúr. Ég reyndi oft að hanga bara í kafi þegar hún nálgaðist svo hún sæi mig ekki. Það virkaði yfirleitt eki neitt...

Thelma Ásdísardóttir, 25.4.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: Álfhóll

Heyrðu nú Don Dóra.  Farðu nú að skrifa einhverja  brandara handa mér, eða deila með bloggheimum hvað þú ert að fara að gera eftir tíu daga. Skal segja þér það, að ef ég væri að fara að gera það sem þú ert að fara að gera væri allur heimurinn búinn að fá að vita af því mörgum sinnum.  Skrifi, skrifi, skrif...........

Gj

Álfhóll, 3.5.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband