Flokkurinn og framhjáhaldið

Sjálfstæðisflokkurinn sýnir sinn rétta lit - hann fórnar þjóðarhagsmunum fyrir flokkshagsmuni, rétt eins og gulldrengirnir fórnuðu þjóð sinni fyrir eigin hagsmuni. Eftir að gefa í skin að gæti nást breið samstaða um fyrirvarana á þingi í þeim tilgangi að ná sínum fyrirvörum í gegn - þá tekur flokkurinn þá afstöðu að svíkja lit á síðustu metrunum til að koma í veg fyrir innri klofning, sennilega.

Það sannast aftur að trúnaður sjálfstæðismanna er við flokkinn - ekki þjóðina. Flokkurinn fór út í smá-framhjáhald með stjórnarflokkunum og lét viðhaldið halda að hann ætlaði að skilja við sína. Þannig fékk hann fram vilja sínum - en vissi alltaf að framtíðarhagsmunirnir væru fólgnir í að fara aftur heim. Þetta var áreiðanlega þaulhugsuð taktík eins og oft er hjá hardcore framhjáhöldurum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var sniðug athugasemd hjá þér um að það sé heilsufarsmál að fá að hafa svolitla stjórn sjálfur á eigin lífi.

Þess vegna skil ég bara alls ekki að þú getir talað eins og þú gerir um þá fáeinu sem ættu vera helstu málsvarar þess í pólitík.  Þú hljómar eins og ágætis sjálfstæðiskona ef þú hugsar málið aðeins betur!! :) 

En heldur framhjá til vinstri...  Huttetu!!

jonaskeri (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Að vera sjáfstæð er heilsufarsmál - að standa í framhjáhaldi er eitthvað annað.

Halldóra Halldórsdóttir, 30.8.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband