Lífið er gott

 

DSCF0150

Er lífið ekki skemmtilegt! Þennan nóvember - eða desember kaktus hef ég átt í mörg ár. Hann hefur aldrei blómstrað áður. Hann hefur aldrei gert neitt áður - bara hangið á horriminni. Í fyrra plantaði  ég honum niður með tveimur Aloe Vera græðlingum sem ég tók traustataki í blómagarði á Barbados og smyglaði inn í landið. Fyrir tilviljun fór síðan blómakerið út í glugga í haust vegna plássleysis og í gær blasti svo við mér þessi fagra sjón. 

 

 

 

Svo er það hann Tumi. Ég hef hlíft honum við myndatökum all lengi því að honum er uppsigað við flassið. Nú vildi ég mynda hann við leikgrindina sem honum tekst að útbía á tveimur tímum - þegar ég beindi myndavélinni að honum flaug hann á mig og beit í fingurinn. Skilaboðin voru skýr. Hann bítur annars aldrei. Þarna er hann að fara að taka flugið...

DSCF0153

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband