Ánægð með Björk og co.

Ég er ánægð með þetta frumkvæði sem Björk er að sýna þessa dagana. Það þarf ferska hugsun og ný viðhorf. Þessi þreytti hugsunarháttur sem gamlir kerfiskarlar grípa sífellt til er tímaskekkja. Nú þegar á reynir kemur í ljós að þeir kunna ekkert heldur - það virðist vera að amatörar hafi setið við stjórnvölinn á Seðlabankanum og við stjórn ríkisbúskapsins. Pólitísk þráseta við völd og hrossakaup er við normalt ástand þreytandi, ergilegt og gamaldags en á krísutímum er það óafsakanlegt, glæpsamlegt jafnvel.  Nú þarf að nota krísuna til að taka nýja róttæka stefnu þar sem fólkið, með sitt hugvit, og allt sem þetta land hefur að bjóða vinna saman að lausunum.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband