Hvað með borgaralega óhlýðni?

Það var lifandi og heitur fjöldafundurinn í Iðnó áðan. Styrk stjórn upphafsmannsins, sem er leikstjóri og kann að stýra óstýrilátnum fjöldanum, hélt að mestu aftur af ofsareiðinni sem kraumar í fólki. Ég held að það þurfi að halda marga svona opna fundi því að fólki liggur mikið á hjarta. Nokkrir þingmenn mættu og voru mishræddir á svipinn þegar þau mættu mannskapnum. Einar Már fór á kostum og Björg Eva líka að öðrum ólöstuðum. En það var eitthvað hollt við þetta - það er orðið svo algengt að ofurstýrðir sjónvarpsþættir séu látnir um að útdeila skoðunum og vangaveltum um landsmálin. Ég fór af fundi fyrir kl. 10 en þá voru margir að bíða eftir að fá orðið.

 Sjálf er ég að komast þangað að neita að borga þessar ofurskuldir sem sífellt er verið að segja að "við" berum öll ábyrgð á. Hvað með borgaralega óhlýðni?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband