Í stóru sem smáu

Merkilegt hversu fólk er vanmáttugt andspænis auðmagninu - hvort sem það er hjá einstaklingum eða hópum eða þjóðum. Þegar ég las um vanmátt ráðamanna þegar þeir fengu að sjá skýrslun sem bretarnir gerðu fyrir þá um að bankakerfið væri orðið ofvaxið þá lyppuðust allir niður í stað þess að bretta upp ermar og ganga í verkið. Á sama hátt lyppast fólk niður andspænis ríkum einstaklingum, dilla bara rófunni. Og i hættulegustu tilvikunum geta auðmenn keypt sig og sína í burt frá ábyrgð sinni - hér vísa ég í reynslu mína úr ofbeldisgeiranum. Auðvitað er þetta engin ný sannindi en þess vegna þarf skýr og ákveðin regluverk - þar sem allir vita hvernig skal ganga að verkinu til að stöðva ofbeldið og gera þann ábyrgan sem á aðra hefur gengið.

Við (þetta fer nú soldið í taugarnar á mér - þetta við) höfum verið á sportbíl á ofsahraða á nýrri hraðbraut sem frálshyggjuöflin opnuðu með viðhöfn - en bílstjórarnir höfðu svo gaman af hraðanum að bremsurnar voru álitnar óþarfar - svo fór sem fór - stórslys sem allir farþegarnir verða að súpa seyðið af. En í siðmenntuðum samfélögum er þó reynt að draga bílstjórana til ábyrgðar.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband