Mannkynssaga eða karlkynssaga.

Lestur á bloggi Egils Helgasonar á eyjunni.is fékk mig til að hugsa. Þar eru hugmyndir um einhverja myndlistasýningu sem ég nenni ekki að setja mig nánar inn í. Það sem vakti athygli mína var að þarna voru talin upp tíu myndefni úr íslandssögunni - allt karlkyns myndefni. Þetta rifjaði upp skólagönguna og sunnudagaskólann og allt þetta úr æskunni - svei mér þá - það voru engar kvenkynsfyrirmyndir þar. Engar!

Í sunnudagaskólanum - og seinna í kirkjunni sem ég hef sagt mig úr fyrir mörgum árum - fjallaði allt um feður og syni og heilaga anda. Ekki nokkur kvenfyrirmynd sem hægt var að líta upp til. Reyndi að kynna mér Kvennakirkjuna - en komst að því að fyrir mig er hún í raun "God in drag". Fyrir langalöngu var ég í grunnskóla - þar snerist öll mannkynssagan um afrek og ofbeldi karla - ekkert nýtt að gerast, sagan er enn karlkynssaga um ofbeldi. Enda er það svo að sá sem vinnur skrifar söguna.

Í dag eru fjölbreytilegri fyrirmyndir til fyrir ungar kynslóðir - en mikið er það áríðandi að vera vakandi og ögrandi og detta ekki í þennan gamla pytt sem Egill situr fastur í. Tek undir með Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún sagði um daginn á 19 júní hjá Kvenréttindafélaginu að það sem er mikilvægast er að konur hætti að vera hlýðnar við patríarkíð og verði óhlýðnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Daginn Dóra mín.

Er það ekki það sem við ástundum á Stígó að rækta í konum óþekktina.  Látum okkur detta fleiri leiðir í hug....................hugsi, hugs.......... förum yfir það þegar við mætum aftur.

kv. gj

Álfhóll, 5.7.2007 kl. 15:44

2 Smámynd: Álfhóll

Dóra mín, skrifaðu nú eitthvað skemmtilegt fyrir mig.  Er svo löt og værukær að ég nenni ekki inn á aðrar síður en þína.  Alltaf svo þægilegt að vera nálægt þér, hvor sem er að vinna í næsta herbergi við þig eða kíkja á baráttu þína við blaðbera og köngulær. 

GJ

Álfhóll, 6.7.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband