Frá fyrstu hendi

Hér er sagan sögð í fyrstu persónu á bloggi Brynju:

Hún uppáhalds frænkan mín Hildur Fjóla býr á Barbados þessa stundina að vinna fyrir sameinuðu þjóðirnar og ég sé hana núna svona 1-2 á ári, hundfúlt en hún er duglegasta og skýrasta manneskja í heimi by the way. Og var í new york alla síðustu viku á námskeiði, og við ætluðum að reyna að hittast áður en hún færi. Hún hringir í mig í gær og spyr hvort við ættum ekki að hittast um kvöldið, ég auðvitað til í það og við ákveðum að fara eitthvað út því búum báðar í east village. Hérna er bara símtalið, og þetta er ekki djók!
Hilda: Hvar býrðu í east village?
Brynja: Á east 5th street
H: Ha, hvar er það?
B: east 5th, það er við hliðina á löggustöðinni. Segðu vini þínum það þá veit hann örugglega nákvæmlega hvar það er.
H, farin að hlæja: Ég er líka við hliðina á löggustöðinni!
B: Cool! Ertu hinum megin við hana!?
H: Númer hvað býrðu?
B: 315, en þú?
H svarar ekki því hún hlær svo mikið
B: Hilda?
H: Ég trúi þessu ekki, við búum í sama húsi!
nú vorum við eiginlega farnar að hlæja svo mikið að við skildum varla hvor aðra.
B: Nei kommon, í hvaða íbúð ertu?
H: 3B! En þú?
B: Við erum við hliðina á þér í 3E!

Svo opnuðum við frænkurnar bara hurðirnar okkar og mættum hvor annari að deyja úr hlátri á ganginum! Þetta er það fáránlegasta sem ég hef lent í. Pældu í því ef við hefðum bara rekist á hvor aðra í lyftunni eða á ganginum... ég hefði fengið hjartaáfall! HAHA. Svona skeður á íslandi, ekki í new york!! Við vitum líka að við eigum eftir að þurfa að segja þessa sögu í öllum fjölskylduboðum það sem eftir er.. hehehe... samt erum við bara 12, pabbafjölskylda. Það gerir það enn fáránlegra að við höfum búið í sama húsi í NYC... ef ég ætti milljón frænkur þá hefði mér ekki brugðið mikið. En ég á ekki margar frænkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Þetta er bara ótrúlegt!

Bestu kv. gj

Álfhóll, 3.7.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Garún

hvenær eigum við von á HF heim?

Garún, 4.7.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Hf segist ætla að koma heim í jólafrí. Það er hægt að fylgjast með því á þínu bloggi hversu margir dagar eru þangað til. Það setur mig alveg úr stuði að fylgjast með því!

Halldóra Halldórsdóttir, 4.7.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband