Lygilegt en satt.

Sumar sannar sögur eru of skemmtilegar og lygilegar til að halda út af fyrir sig. Þessa viku hefur HF verið í New York á fundum - og Brynja frænka hennar er í eigin erindagjörðum í NY í mánuð. Þær frænkurnar ætluðu að reyna að finna tíma til að hittast í stórborginni. Þær hringdust á í dag til að ákveða stað og stund. "Hvar býrðu" spurði HF - Brynja sagði henni götuheitið. Þögn í símanum - "sömu götu og ég!" sagði HF - "númer hvað?" Brynja svaraði því - "sama húsnúmer og ég" sagði HF og fór fram og opnaði dyrnar á íbúðinni, þar stóð Brynja í dyrunum á sinni íbúð. Þær hafa þá búið á sama stigapalli í sitt hvorri íbúðinni í viku. Lífið er nú ótrúlega skemmtilegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er aldeilis með ólíkindum í milljónaborg eins og NY! Ef ég væri ekki svona trúgjörn sem ég er, þá myndi ég segja: "Nú lýgurðu!" Frábær saga.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.7.2007 kl. 03:32

2 identicon

ég segi eins og nr.1 nú lýgurðu !!!!    við vorum að tala um þær í gær       þetta er eins og lygasaga

en þær hafa þó hist í stórborginni !!     æði

Ágústa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 11:15

3 identicon

skemmtilegt eins og ég ímynda mér að lífið hjá HF sé þessa vikurnar

bestu bestu kveðjur til þín í sólinni

día

ps. hvað er að frétta af vinkonum þínum kóngulónum? ég fæ alltaf samviskubit þegar ég eyði vefum þessara vinkvenna þinna (allt út af þér), en ég reyni að segja þeim að kíkja frekar við á Laufásveginum því þar fái þær mun betri aðstæður ef þær vilji endilega vera að spinna eitthvað.

dia (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 17:46

4 Smámynd: Garún

Þetta er einmitt það sem er svo fallegt við lífið. Ég skrifa stundum handrit af stuttmyndum og aðal gagnrýnin sem ég fæ er að það er allt sem ég skrifa svo ótrúverðugt......en viti menn stundum er lífið svo ótrúlega gott script writer.   Héðan í frá tek ég það til fyrirmyndar og skrifa það sem ég vil...Gott að lesa aftur...búin að vera í fríi í sveitinni

Garún, 1.7.2007 kl. 20:31

5 Smámynd: Álfhóll

Dóra mín, þessi var góð af HF í New York, en vonandi er það þó ekki útúrsnúningur yfir þrifnaðaræðinu sem ég hélt þú værir laus við.  Ekki meiri þrif mín kæra.

Vinakona þín

Álfhóll, 1.7.2007 kl. 20:55

6 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Guðrún - ég var að vona að þessi þrif færu framhjá þér, en það er auðvitað borin von.

Varðandi Fréttablaðið - það er hætt að koma! Og pósturinn minn kemst til skila í póstkassann - allt samkvæmt áætlun.

Día - svo undarlegt sem það nú er þá eru kóngulærnar farnar að fela sig fyrir mér. Veit ekki hvernig samband og samgöngur eru milli Hafnafjarðar og Reykjavíkur fyrir örsmáar verur. Sú sem var að spinna við tölvuna mína er horfin - komst sennilega að því sem ég var að reyna að segja henni að ekkert væri í matinn hérna. Fékk með sumarblóm á svalirnar sem ég veit að býflugur eru mjög hrifnar af - en engin hefur komið í heimsókn enn. Oftast eru þær búnar að villast inn hjá mér á þessum árstíma, risastórar og þungar, en ekki í ár. Öfugt global warming afbrigði?

Garún - það er óendanlegt til af efni beint úr lífinu. Skrifaðu!

Halldóra Halldórsdóttir, 1.7.2007 kl. 21:12

7 Smámynd: Álfhóll

Dóra, ég ætla að halda uppi vörnum fyrir hungruðu kóngulóna sem við verðum að horfast í augu við að þú vannræktir! Líklega fyrir blaðberastríðið umdeilda?  Mér finnst þú ættir að hefja veiðar fyrir hana. Mér finnst þú ættir að finna fyrir hana feitar fiskiflugur og litlar dísætar mýflugur og leggja við hlið tölvunnar til þess að hún viti hvar þú stendur.  Bara svo hún viti að gamla Dóran er söm við sig! Velur lífið og dýrin fram yfir þrif og ajax.  Ég held við ættum að taka atburði sumarsins upp í handleiðslu í haust, svona til þess að læra af þeim.

kv. vinkona þín

Álfhóll, 3.7.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband